mánudagur, ágúst 29, 2005

meira U2




"One"
Is it getting better
Or do you feel the same
Will it make it easier on you
Now you got someone to blame
You say one love, one life
When it's one need in the night
It's one love
We get to share it
It leaves you baby
If you don't care for it

Did I disappoint you
Or leave a bad taste in your mouth
You act like you never had love
And you want me to go without
Well it's too late tonight
To drag the past out into the light
We're one but we're not the same
We get to carry each other, carry each other
One

Have you come here for forgiveness
Have you come to raise the dead
Have you come here to play Jesus
To the lepers in your head
Did I ask too much
More than a lot
You gave me nothing
Now it's all I got
We're one but we're not the same
We hurt each other, then we do it again

You say love is a temple
Love a higher law
Love is a temple
Love the higher law
You ask me to enter but then you make me crawl
And I can't be holding on to what you got
When all you got is hurt
One love, one blood, one life
You got to do what you should
One life with each other
Sisters, brothers
One life but we're not the same
We get to carry each other, carry each other
One
One

sunnudagur, ágúst 28, 2005

sunnudagskveld :/

þá er þessi helgin komin á endapunkt og vinnuvikan byrjar af fullri hörku á morgun. Get svo svarið það að ég væri til í vikufrí amk!!!!! Á föstudagseftirmiðdag og kvöld vorum við skötuhjú í "óvissu"/"fullvissu"ferð með EC-veflausnum. Farið var í Laxnes á hestbak mjög skemmtilegt, hebbbði meira að segja getað fengið sama hest og síðast en langaði að prófa eitthvað nýtt. Gestur og fleiri sem ekki fóru á hestbak voru settir í að grilla og undirbúa þessa fínu veislu. Skemmtilegt kvöld :) mikið sungið, drukkið og haft gaman..... ja eða sko ekki drukku allir c´,) jo man gaman að því. Ég kannaðist nákvæmlega við tvo fyrir utan Gest sem jú ég þekki ágætlega. Gaman að því. Í gær var síðan þessi fína upphitun fyrir leikfimina mar púffffffff. Magga mágk og hennar familía var að flytja í nýja húsið sitt. Ó mæ god hvað ég er ekki þjálfun að þramma upp á þriðju hæð mörg hundruð sinnum og bera dót niður!!!!!! þannig að í dag eru þessu fínu strengir í kálfunum...... minnir mann bara á að sumarið er búið og alvara lífsins fer að taka við. jammm og já. Hámóferð í næstuviku bara spennó :) spurning hvort það sé betra að aðvara landhelgisgæsluna við áður en við leggjum af stað!!!!!!!

mánudagur, ágúst 22, 2005

vikulegur póstur

Menningarnótt afstaðinn með tilheyrandi skemmtilegheitum og ofbeldi. Við Jóhanna röltum um bæinn og skoðuðum gallerý, búðir, þjóðminjasafnið, þjóðarbókhlöðuna ofl. ofl. Gestur skellti sér svo á tónleikana með okkur.Við fengum flashback af því að labba í rigningu, vindi og myrkri að bílnum okkar eftir flugeldasýninguna, nema nú vorum við í regnslá. Við sumsé lærðum af reynslunni í Dk :) hehehehe

En bætast við óléttufréttir :) eitt kríli á leiðinni hjá vinkonu minni í Keflavík, kærkomnar fréttir það........ eitthvað smit í gangi greinilega.

Leigjandinn flytur trúlega inn til okkar í kvöld eða í fyrramálið svo nú er eins gott að fara að æfa mannasiðina og muna að við Gestur erum ekki tvö ein!!!! segi ekki meir segi ekki meir. En að öðruleyti er ekkert markvert á seyði hérna nema general leti og það í miklu mæli..... só over end át.

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Scrap booking

var í hámó í gærkvöldi. Loksins kom að því að við hittumst og léttum á slúðurblöðrum okkar.... þvílíkt gott að losa aðeins um sko!!!!! Höfum ekki hist allar síðan við fórum í fjórhjólaferðina í vor. Sem bæ ðe vei var snilld. Búið að skipuleggja næsta aktivitet hjá hópnum, segi frá því síðar.

Er loksins búin að kveikja á föndurgenunum mínum eftir alltof langan dvala. Fór í Föndru áðan og missti mig aðeins í Scrap booking vörukaupum og er búin að sitja sveitt síðan ég kom heim við að velja myndir úr Pragferðinni 2003 til að byrja á minningabók um ferðalög okkar Hjallabúa, jakkkkkkk hvað þetta hljómar væmið mar. Úff er rétt að átta mig á því núna.... þarf eitthvað að melta þetta betur. Reyndar tók ég smá pásu á meðan Capteinsfrúrnar litu við hjá okkur í snuðruferð til Rvk í blíðunni. Talandi um blíðu, þá var berjamósferð vinnunnar aflýst í dag vegna veðurs og óvíst hvenær gefst fært veður. Áfram um blíðu þá lítur nú veðurspáin ekkert sérstaklega vel út fyrir menningarnótt. Mar er svosem orðin vanur rigningu og tónleikum svo þetta verður trúlega lítið mál, ekkert sem 66°norður geta ekki reddað. Hef óbilandi trú á því fyrirtæki þegar kemur að hlífðarfatnaði gegn útvortis votviðri. En alla vega aftur að föndrinu þá er ég að missa mig í óþolinmæðinni og vildi helst ljúka þessu af í hvelli en neyðist til að bíða eftir að komast í ljósritunarvél þar sem við eigum ekki svoleis græju á okkar tæknivæddaheimili.

mánudagur, ágúst 08, 2005

wild irish rose :)

er ennþá high á U2 tónleikunum og efast um að sú víma renni af mér í bráð!!!! þvílík snilld. Viss um að fleiri geti tekið undir þau orð með bros á vör.

við fórum í gær í sveitina að sækja ástina mína einu sem var á sjúkrahúsi hjá föður mínum. mikið var nú góð tilfinning að setjast inn í þessa elsku og keyra hana í kópavoginn án þess að hlusta á ótal bankhljóð og fleira :) sumum finnst þetta nána samband míns og toyotunnar sjúklegt en ég sé ekkert athugavert við þetta. við erum búin að standa saman í gegnum súrt og sætt síðustu 13 ár!!!!! að öðru leyti var þetta hin rólegasta helgi, mikið sofið og etið ........ Leifur pragverji heiðraði okkur með nærveru sinni á laugardagskvöld og kom færandi hendi eins og honum einum er lagið. þeir félagarnir Leifur og Gestur rifjuðu upp kynni sín við becherrocka (hvurnig svo sem það er skrifað) sem er tékkneskt áfengi sem þeir brögðuðu víst ótæpilega á í Vín fyrir einhverjum árum. áhugasamir um smökkun endilega gefið ykkur fram og kíkið við í hjallanum. já og ekki má gleyma auka hámó vegna þess atburðar að Kristín hin londoniska var á landinu og ófært sleppa slíku tækifæri. Næsti hámó verður nánast um leið og Kristín hin danska bregður fæti á íslenska grundu, ja alla vega ekki mikil skekkjumörk. Auk þess sem við Gestur heimsóttum Eskimóana Friðrik og Hallgrím og áttum með þeim ánægjulega kjafta stund...... jammm og já, já og Jóhanna kíkti á okkur á laugardagskvöldið svo þetta var hinn mesta samfundahelgi hjá okkur. Gott mál það.

á morgun kemur Kristjana heim eftir dvöl sína í svíaríki. Hún fór ásamt Guðnýju vinkonu sinni á Heimsmeistaramótið og skemmti sér konunglega eins og gefur að skilja. Hitti þar marga snjalla Íslendinga sem voru í sömu erindagjörðum og hún.
síðast en ekki síst þá er þetta afmælisdagur ömmu Guðbjargar sem hefði orðið 97 væri hún á lífi og skírnardagur Kristjönu. Merkisdagur í fjölskyldunni.
en well bólið kallar ............

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

u2-vertigo

Þá er ævintýraferðinni til Köben lokið. Við flugum út á föstudagsmorgun, komum í sól og blíðu á hótelið. Gestur fór beint í að skoða tölvupóstinn sinn því við áttum að fá uppgefið hvar við fengjum miðana á U2 afhenta. Nema hvað við fáum jú tölvupóst, en í honum stóð só sorrý nó tikkkketttsssss. Get svo svarið það að ég hélt að Gestur væri að djóka í mér og trúði ekki orði fyrr en ég var búin að lesa sjálf. O jújú þetta var satt!!!!!!!!!!!! Við sátum eins og dauðadæmd þegar Sirrý og Svanur komu niður í lobbbbíiððð. Nú voru góð ráð rándýr. Gestur hringdi beint í miðasöluna og las þeim pistilinn. Við værum komin til DK til einskins, og þeir yrðu að gjöra svo vel að greiða miðana, hótelið + flugið!!!!!!!!!! Okkur var lofað öllu fögru og maðurinn sagðist reyna hvað hann gæti í málinu. Eftir þessar hörmungarfréttir fórum við þung á brá út að skoða borgina. Þegar út var komið komu þessar rosa þrumur og geðbiluð rigning sem var nú alveg til að bæta geð mitt!!!!!!!!!!!!!!!!!! Við fórum og fengum okkur að borða og keyptum regnhlífar. Við áttum síðan góðan dag á Strikinu með nettum blótsyrðum um þessa andskotans miðasölu. Á laugardag hringdi Gestur enn og aftur í miðasalann sem ennþá lofaði öllu fögru. Við höguðum okkur eins og sannir túristar og fórum í sight seeing bus um borgina, tvo rúnta heldur en ekki. Ljómandi gaman bara. Skelltum okkur í tívolí. Ég hef aldrei farið í tívolí áður svo ég var örugglega eins og 5 ára með stór augu. Eins og margir vita þjáist ég af skelfilegri lofthræðslu en ég sagði henni stríð á hendur og við Svanur fórum í rússibana. Ó mæ god ég hélt bara að þetta yrði mín síðasta stund. Ég var þetta fína skemmtiefni fyrir Svan. Bara gaman af því. Fórum síðan og hittum Stínu fínu danabúa, Hauk og Dag á írskum pöbb og eins og Stínan komst svo skemmtilega að orði í bloggi sínu fengum við okkur í aðra tánna. Yndislegt að hitta Stínu. Hlakka mikið til að fá hana heim aftur. Stínan hafði hitt Allý á förnum vegi þegar hún var að leita að okkur, svo audddað var hringt í stelpuna og ég og Allý hlupum eins og bilaðar að leita að hvorri annarri á Ráðhústorginu. Spaugileg sjón tvær að tala í síma á hlaupum...... heheheh... gaman að hitta hana. Fór síðan og hitti Mæju pæju á einhverjum sveittum kokteilbar. Jammedijammm skemmtilegt. Á sunnudag var brúnin þung þegar ég vaknaði.... hvort ég væri virkilega komin til DK án þess að sjá Bono elskuna. Við drusluðumst af stað í sight seen túr og í Dýragarðinn. Gestur þessi elska hringdi einu sinni enn í miðasöluna og fékk þær spúkí fréttir að hann ætti að hitta einhver Greg til 6. Hljómaði dáldið eins og díleratal. Vá mar. Síðan varð klukkan sex og engin Greg síðan varð hún hálf sjö og engin Greg, stuttu seinna náðist í hann og hann gaf okkur upp afhendingarstað. Þá varð að rífa upp kortið og finna út hvar þessi skrattans staður væri. Loksins fundum við Greg og þá tók við nokkurra mínútna taugatrekkjandi bið. En allt gekk þetta nú upp og við þutum af stað í Parken, nema hvað það fór að hellirigna. Næsta spenna var skildu miðarnir vera ósviknir?????? Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki nokkra einustu trú á að þetta væri að ganga upp!!!!!!
ég fyrir utan Parken, smelltu á myndina til að sjá myndasafn Vertigo ferðarinnarEn inn komumst við um átta leytið. Þá tók við bið eftir mestu snilldar hljómsveit ever!!!!! Þeir komu á sviðið um 10 og spiluðu til 12. Ég á ekki nógu mörg sterk lýsingarorð til að lýsa stemmingunni og því að vera þarna. Sterkast var samt að hlusta á One og Sometimes you can´t make it on your own, þvílík snilld. Þarna vorum við í svörtum ruslapokum að hlusta á u2 rennandi blaut og skítkalt en vá!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Bono var æði, U2 rokkaEftir tónleikana hófst mikil leit að strætó eða leigubíl, svo ekki tókst. Svo við lögðum götu undir fót og hófum göngu heim. Fljótlega hurfu Svanur og Sirrý á hraða sem hver sannur maraþonhlaupari hefði verið stoltur af. Á köflum var ég sannfærð um að ég yrði úti því mér var svo hrikalega kalt. Loksins eftir ca einn og hálfan tíma komumst við í Strætó og þá gat ég ekki talið smápeninga. Ég gat ekki hreyft fingurna og bílstjórinn að kafna úr óþolinmæði!!!!! Ekki til að bæta ástandið. En allt hafðist þetta nú og við komumst þreytt, köld, blaut og svöng á hótelið um þrjúleitið um nóttina og mikið djö.... var gott að komast í heita sturtu og fá eitthvað í gogginn. Þetta var engin venjuleg rigning, líktist mest syndaflóðinu hjá Nóa félaga.
Síðasti dagurinn var mjög rólegur við skiptum liði og við Gestur versluðum á Strikinu og reyndum eftir fremsta megni að komast hjá óþarfa hreyfingu.

Þetta var æðisgengin ævintýraferð í fáum orðum sagt!!!! Synd að segja að það sé alltaf lognmolla í kringum okkur í hjallanum.

Fyrir áhugasama lesendur þá eru MYNDIR HÉR