föstudagur, apríl 21, 2006

fréttir frá liðnum vikum

Apríl samanstendur af frídögum hist og her sem er hið besta mál. Þar sem mánuðurinn endar á heilli vinnuviku sá ég mér ekki annað fært en að taka þá viku fría og skreppa aðeins til Spánar. Getur nú ekki lagt á sig heila vinnuviku svona allt í einu!!!!!! hummmmmmmmmmmmm en alla vega þá verður fantafínt að fara aðeins erlendis alveg komnir níu mánuðir frá U2 í danskemark sem bæ the wei við lifum ennþá á. Páskarnir voru ljómandi góðir, við vorum að mestuleyti í sveitinni. Síðasta vetrardag var hin árlega sviðaveisla hjá okkur skötuhjúum þar sem fjölskyldum okkar og fjölskylduvinum er boðið til áts á sviðakjömmum eins og orðið sviðaveisla felur í sér ekki satt???? heppnaðist ljómandi vel. Þar sem ég og fleiri erum afskaplega lítið fyrir að borða brennd andlit þá eldaði ég að sjálfsögðu annað góðgæti fyrir okkur. Lítið lítið annað hefur markvert gerst hjá okkur.

þriðjudagur, apríl 11, 2006

pæling dagsins

Á hverjum degi í lífinu vinnum við sigra. Við tökum ekki endilega eftir þeim því sumir hverjir þeirra eru smáir og í augum sumra ekki merkilegir. Sigurinn getur verið fólgin í því að hafa samskipti við fólk sem pirrar okkur án þess að verða úthverf, taka til í kringum okkur, fara í sund, já eða hvað sem er.... sigur minn í dag var að drífa mig á bak honum Prinz okkar. Hann var einhvern veginn orðin að stórri hindrun og ég búin að salta málið þar til eftir næstu áramót. En nei ég lét mig hafa það enda hetja mikil.

Jæja þá er háfleyga umræðan á enda hehehehe..... einn vinnudagur eftir fram að páskum og síðan eru ekki nema 3 vinnudagar í næstu viku og síðan er það Spánn!!!! við skötuhjú ætlum til Spánar með bróður GAG og hans familí.... líst bara ágætlega á það mál. Áhugavert að fara í nýtt umhverfi í smá tíma og skoða nýtt land, nýja siði og menningu. Við Gestur fórum í sveitina um helgina síðustu og vorum með Kristjönu að búast.... var orðið skelfilega langt síðan ég hafði farið í fjós síðast ennnnnnn ég þekkti kusurnar flestar aftur :) enda með eindæmum glögg mannvera!!!!! með þeim orðum kveð ég að sinni

miðvikudagur, apríl 05, 2006

próf, próf, próf

koma svo, allir að taka þetta skemmtilega próf!!!! hvort eruð þið meiri strákar eða stelpur??? mínar niðurstöður eru frekar afgerandi hummmmmmmmmmmm, frekar undarlegt þegar karlmaðurinn á heimilinu er orðinn kvennlegri en kvennmaðurinn!!!!!! Endilega setja svo niðurstöðurnar í comment :) hlakka til að sjá sem flest svör....

þriðjudagur, apríl 04, 2006

bara fyndið múhahahaha

You Are 70% Boyish and 30% Girlish

You are pretty evenly split down the middle - a total eunuch.
Okay, kidding about the eunuch part. But you do get along with both sexes.
You reject traditional gender roles. However, you don't actively fight them.
You're just you. You don't try to be what people expect you to be.