miðvikudagur, febrúar 22, 2006

uhm well

uhm well, já hikst hóst og andleysi... andleysi virðist hjrá marga í bloggheimum þessa dagana og þar á meðal hrjáir það mig. Það er loksins búið að járna hestana okkar og ég er búin að fara tvisvar á Strákinn minn, Prinz er í þjálfunarbúðum og bíður betri tíma. Halli fyrri eigandi hans hefur frjálsan aðgang að honum og er að þjálfa hann fyrir okkur... jebb mar er bara flottur á því með einkaþjálfara fyrir hestinn og allt!!!!!! En annars gengur lífið sinn vanagang hjá okkur, borða sofa og vinna til skiptis og fara í hesthúsið þess á milli.
Sandra og Bolli eignuðust strák á sunnudagskvöld, ég er nú ekki ennþá búin að afreka að líta hann augum. Er án efa myndar strákur. Til hamingju alle sammen.

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

bekkjarafmælið

Það er náttúrlega nauðsynlegt að færa lestrarbækurnar til nútímans svo
börnin finni sig í þeim:

Bekkjarafmælið
Ósk Ýr gekk rösklega með Brand Ara í afmælið til Egils Daða því hún var
að verða of sein að sækja Leif Arnar og Loft Stein í leikskólann. Borgar
Vörður, pabbi Egils Daða, tók á móti þeim.
Þarna voru Lind Ýr, Líf Vera, Sól Hlíf og Hreinn Bolli.
Erlendur Hreimur kom blaðskellandi innan úr stofunni og vinkonurnar Vísa
Skuld og Dís Ester fast á hæla honum.
Mýra Þoka lét lítið fyrir sér fara úti í horni.
Innan úr herbergi Egils Daða bárust ógurlegir skruðningar -
"#%=&#$&/(=!z#$!/!=!
Línus Gauti, Barði Vagn og Mist Eik voru greinilega mætt. En hvar var
Ríta Lín?
Fyrir utan var Sædís Líf í rauðum fólksvagni.
Hægt og sígandi nálgaðist Jökla Þoka eftir stígnum.
Hún var orðin alltof sein í afmælið.

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

vetur

vinnuvikan hálfnuð ja eða svo er sagt, hef ekki farið í vinnu þessa vikuna vegna flensuskratta sem náði sér góðri bólfestu hjá mér um síðustu helgi og hefur neitað að yfirgefa mig þrátt fyrir alskonar ógeðsdrykki sem eru þess eðlis að hrekja svona óværu úr kroppum fólks. Ætla að mæta galvösk á morgun.
Þorrablótið um síðustu helgi var mjög ánægjulegt :) góður matur, góð skemmtiatriði, skemmtilegt fólk osfrv. Þið gerið ykkur síðan grein fyrir því að það eru rétt tæplega 11 mánuðir til jóla !!!!! sem verða gasalega fljótir að líða.....
Prinz og Strákur eru komnir í hús þeim til ómældrar gleði hef ég trú á ..... je right ætli þeir vildu nú ekki frekar vera frjálsir út í haga með nóg af heyi og leika sér við alla hina hestana. Bíð eftir að hægt sé að járna og Halli hafi tíma til að fara á bak á Prinz áður en ég fæ leyfi til að fara á bak honum þ.e. Prinz ekki Halla!!! bara til að forðast allan misskilning. Skil ekkert í þessum körlum að leyfa mér ekki að fara fyrstri en sko hin hliðin er síðan að ég varla þori því!!!! en það er nú bara okkar á milli, léti mig örugglega hafa það. Heiti nefnilega Hetja Gvends bara svona ef einhver væri búin að gleyma því.
Mikil gleði hjá mér að það sé komin smá snjór svona rétt til að lifga upp á umhverfið, birtuna og tilveruna. Er alveg komin með upp í háls af þessari skrambans rigningu, roki og myrkri........