miðvikudagur, mars 31, 2004

Nú þarf ein aðeins að blása. Skil ekki fólk!!!!!!!!!!!!! ok ég veit þetta er stór og mikil alhæfing. En við áttum að fá svar við tilboðinu í dag sem við gerðum í Engjaselið. En nei nei nei þau geta ekki ákveðið sig hvað þau vilja. Hann er í útlöndum og átti að koma heim í dag en kemur ekki heim fyrr en föstudaginn langa. Honum voru send öll gögn og er búin að fara yfir þau. Frúin hérna heima skilur ekki tilboðið og fasteignasalinn var búin ða mæla sér mót við frúnn í gærkvöldi heima hjá henni (þau búa í sömu blokk) en hvað gerist????? Hún ekki heima og svarar ekki símtölum í gærkvöldi og í dag. Fasteignasalinn fékk þær upplýsingar í gær að þau vildu hafa íbúðina áfram á sölu en ekki taka við neinum tilboðum fyrr en á föstudgaginn langa. Hann er ekki alveg til í það og vill kippa henni af sölu þar til þau eru búin að ákveða hverna andsk..... þau vilja eiginlega gera. Hann ætlar að athuga fyrir okkur hvort það sé ekki einhver önnur sambærileg eign á skrá hjá honum og Gestur einkaritari minn hefur samband við hann á morgun. Annars verður framhald í næstu viku.....

Jæja nóg um það, tengdó bauð okkur í mat í kvöld sem er ekki í frásögur færandi nema hvað þegar ég stökk af stað til að fara í leikfimi þá var elsku gamli bílinn minn steindauður. Ég hin geðfúla eftir upplýsingarnar um fasteigna mál hafði gleymt að slökkva ljósin á bílnum og hinn 12 ára gamli rafgeymir var tómur og þá meina ég galtómur. Jæja ég var að verða of sein svo ég stökk upp í jeppann og brunaði upp í mosó og lenti þar í leikfimitíma from Hell. Gestur fór á bíl mömmu sinnar á húsfund hjá Asparfellinu. Eftir leikfimina ætlaði ég að sýna snilli mína og tengja á milli bílanna og starta gamla mínum og selflytja bílana heim. Þá var svo þétt lagt við gamla minn að ég komst ekki að honum og gat ekki ýtt honum út úr stæðinu svo ég varð að játa mig sigraða. Svo nú er ég að bíða eftir að fundurinn sem Gestur er á klárist svo við getum gengið frá bílamálum fyrir nóttina.

Er gjörsamlega búin á því núna og kveð í bili. Hafið það gott og verið góð við hvort annað



mánudagur, mars 29, 2004

Ljúf og góð helgi að baki. Íbúar óðalsins fóru á boðskemmtun á föstudagskvöldið svo að við Gestur tókum að okkur að gæta húss og dýra + barna Helgu og Ásbjörns. Allt gekk stórslysalaust - eitt glas sem frussaðist inn í uppþvottavélina og um nánasta umhverfi. Hef aldrei áður ryksugað uppþvottavél, en eins og maðurinn sagði 1 sinni er allt fyrst. Laugardagur rann upp bjartur og fagur alltof snemma eins og morgnum er einum lagið. Foreldrarnir fengu að lúra á sínu græna og yngri kynslóðin sá um dýrahald. Ég, Arnar og Guðrún skelltum okkur á hestbak og höfðum mikið gaman af.
Jóhann Óli fermdist á sunnudag og bauð fjölskyldu og vinum í stórglæsilega veislu á Breiðinni. Spurning um að foreldrar hans hafi valið þennan stað til að kynna skemmtistað Akraness fyrir yngri kynslóðinni svo þau rati á djammið þegar þau stækka :) hehehe mátti til. En alla vega þetta var rosalega fínn dagur og ljómandi góður matur. Góð tilbreyting að fá ítalskt hlaðborð í stað þessara hefðbundnu íslensku, ekki svo að skilja að þau sé neitt slæm. Myndir úr fermingunni eru komnar á myndasíðuna okkar Gest ef þið viljið skoða. Þið sem ekki eruð með slóðina hafið samband við mig með tölvupósti nú eða símtali.

Dagurinn í dag hvarf á ógnarhraða eins og flestir dagar gera. Kláraði viðtalstækninámskeiðið í morgun hjá Endurmenntun Háskólans. Var greinilega búin að gleyma því sem ég sagði í vor um að allt nám yrði sett í frí í amk ár. Jammmmmmz, alltaf gott að bæta við sig til að styrkja fagmannshæfileikana. Er ekki alltaf að upplifa að ég sé góður fagmaður :( þarf eitthvað að laga sjálfstraustið og fagvitundina. Þetta kemur allt saman sko, en mín er bara svona svaðalega óþolinmóð að ég sé fullkomin fagmaður eftir tæpt ár. Ekki alveg raunhæft. Kannski ég þurfi að fara í iðjuþjálfun til að læra að setja raunhæf markmið!!!!!!! Spyr Elísu hvort hún sé til í að taka mig í þjálfun.

Við gerðum tilboð í íbúð í dag og nú er bara að bíða og sjá hvað gerist. Fáum svar á miðvikudag. Hrikalega spennandi allt saman. Ef allt gengur upp þá förum við nú ekki langt, færum okkur úr 111 í 109. Er að gera mitt besta til að fara ekki yfir um af margumræddri óþolinmæði.

En svona að lokum þá held ég að ég hafi alvarlega dottið á hausinn, er byrjuð á nýju leikfiminámskeiði. Get alveg sagt ykkur í fullri hreinskilni að það tekur alveg helv.... mikið á, að sannfæra mig um að mér finnist þetta skemmtilegt. Sá samt eitt hrikalega jákvætt í fyrsta tímanum, sko þannig er mál með vexti að fröken ég er með afskaplega slæma samhæfingu handa og fóta en sko þarna voru konur að byrja í leikfimi sem voru miklu verr staddar en ég á þessu sviði. Elísa var að spá í að kenna þeim líkamsvitund því nokkrar vissu hreinlega ekki hvar líkamshlutar þeirra voru staddir.

Þangað til næst, hafði það gott og verið góð við hvort annað
knús frá mér


mánudagur, mars 22, 2004

púffffffffffff ef þetta er ekki búin að vera mánu spánudagur from stress city þá veit ég ekki hvað. Mætti í vinnu í morgun eins og ég átti að gera svo á námskeið og svo í leikfimi, var komin heim um hálf tíu og fann þar sofandi mann með guðfræðibók klessta á nefinu heheheheheheh bara gaman að því.

Það er víst nánast satt sem Gestur sagði í commenti að skipulagshæfileikar mínar fóru í leyfi í óákveðin tíma. Til dæmis búin að þríbóka miðvikudagskvöldið og þarf að leiðrétta þann misskilning. Eitthvað bókað á hverjum degi eftir vinnu þessa vikuna.

Litli bró og hans frú að fara að ferma um helgina. Con grats með það. Mér finnst það ótrúlegt, svo stutt síðan Jói var bara smá putti, og síðan kom Gummi og hann allt í einu orðin 8 ára skólastrákur og Fannar smá patti orðin ársgamall. Hvað þýðir þetta??? Er ég að verða gömul??? eða eru foreldrar þeirra að verða gamlir???? ætli svarið fari ekki eftir hver segir frá, finnst það frekar trúlegt. En ok alla vega hlakkar mig til að hitta þau á sunnudaginn og samgleðjast með þeim öllum.

Jæja ætli það sé ekki bara komin tími á að fara í þvottahúsið og kippa úr þvottavélinni og fara svo að sofa. Held það bara svei mér þá.
Góða nótt og megi guð geyma ykkur.



sunnudagur, mars 21, 2004

Í kvöld datt ég nokkur ár til baka í tíma og upp komu gamlar og góðar minningar síðan ég bjó í Borgó sporgó. Málið er að ég heyrði lagið "the power of love" og datt í hug hópurinn sem ég var sem mest með þá. Ansi hress og skemmtilegur, Eva Rós, Bjargey, Árni, Ásgeir, Kalli, Pétur og Sigga vonandi er ég ekki að gleyma neinum. Kannski að eitthvað hafi líka rofað til í gær (laugardag) er við hittum Evu beib á Asíu og áttum með henni æðislega notalega stund við hádegishlaðborð. Hún rifjaði upp t.d. að ég fór til spákonu fyrir mörgum árum og hún sagði mér að ég ætti eftir að eiga mann sem væri annaðhvort prestur eða læknir!!! ég hugsaði með mér je right og fussaði þvílíkt, ég að verða prestmaddama!!!! eina maddaman sem ég þekkti var Sigga og þetta var hennar titill ekki minn. ....en hvað er að gerast eftir 4 ár????? já svona geta spákonur verið magnaðar.

Í gærkvöldi var svo líka árshátíð Reykjalundar. Við byrjuðum að hita upp heima hjá Gunnhildi (annað heiti Gunngildur samkv. Iðjuþálfanum fagblaði iðjuþjálfa, (er þetta nokkuð orðin langur svigi???)) Svaðalegt fjör og skemmtileg heit. Geggjaður matur, geggjaðir þjónar og geggt góðir drykkir. Gestur þessi elska ákvað að vera bílstjóri og ég sá um að útrýma áfengi sem gekk bara ljómandi vel og tel ég að geðsviðið hafi unnið verkjasviðið feitt í þessari drykkjukeppni. Þær voru eitthvað að væla um að þær hafi unnið í julefrokostinum en þá var Elísa ein að keppa á móti tveimur verkjagellum ójafnleikur það. Núna vorum við tvær í hvoru liði, mun jafnari leikur. Skemmtiatriðin voru ýkt fyndin, þjónar, uppistand og síðast en ekki síst Leonce eftirhermur. Eins gott að kerlan frétti ekki af þessu, myndi heimta stefgjöld, kreditlista og fleira í þeim dúr. Held hún sjálf sé haldin kynþáttafordómum í eigin garð, en jæja þetta var smá útúrdúr.
Mæting á árshátíðina fámenn en góðmenn og hafði hljómsveitin orð á því hve góðir áheyrendur og dansarar voru á ferðinni. Upphófust mikil fagnaðarlæti þegar hljómsveitin klappaði fyrir gestum og gangandi af þessu tilefni. Var þetta afar ánægjulegt. Annað sem var líka ánægjulegt sem og margt fleira var að ekki var reykt inn í salnum, þvílík snilld. Því miður voru all flestir voru farnir kl hálf tvö!!!! nb hálf tvö. Geirfuglarnir spiluðu af þvílíkri snilld og hættu þeir kl 2. Við ákváðum að taka rúnt í Kópavoginn og í Mosfellsbæinn á leið okkar heim í Breiðholtið.

Í dag var risið seint úr rekkju og þaðan var síðan stefnan tekin á Flúðir. Á Flúðum voru Sirrý og Svanur með afkvæmum sínum og fylgihlutum í sumarbústað. Mjög notalegt. Stór familían mætti nánast öll. Gott að taka smá rúnt svona í syfjunni daginn eftir djamm. Við elduðum saman og átum á okkur gat.

En well nú er komin tími til að fara inn í svefnherbergisálmuna og fara að sofa.
Góða nótt

mánudagur, mars 15, 2004

Auðvitað stóðust fögru fyrirheitin ekki baun. En ok Pollýana myndi segja sko Guðbjörg þú æfðir þig í að vakna og sofna aftur kl 6:35 í morgun hehehehe. Best að vera bara Pollýana í dag :)

Úti er sól og sumarylur jibbbbbbý jei, hætt að vera niðurdrepandi veður í bili. Vorverkin byrjuð :) nebbbblilega dreif mig í gærkvöldi að græja blómin fyrir sumarið. Dugleg stelpa.

Ennþá heldur áfram leitin að "hinni fullkomnu íbúð". Gengur hægt. Búin að gera tilboð í eina en því var hafnað og við gefum skít í það. Erum með nokkrar í sigtinu, trammamammamam segi ekki meir um það.

sunnudagur, mars 14, 2004

Fórum í dag á sýninguna Æskan og hesturinn í reiðhöllinni í Víðidal. 300 börn og ungmenni tóku þátt. Þetta var æðisleg sýning, vel þjálfaðir knapar og hestar. Yndislegt að sjá yngsta knapann sem var 5 ára, hann náði rétt sást í hnakknum, mjög fíngert barn. Hesturinn hefur varla vitað að hann væri með einhvern á baki, gott samband þeirra á mili. Þetta minnti mig á í denn þegar ég var fyrst að teyma undir Kristjönu systur. Síðan var stór hópur krakka í grímubúningum, Andrés önd sló í gegn, þarna var líka Lína langsokkur með apann á öxlinni og Harry Potter. Geggjað, hef aldrei áður farið á svona hestasýningu.

Fórum svo í afmæli hjá Bergrúnu gellu. Daman varð feimin þegar farið var að syngja fyrir hana, nema henni hafi fundist við syngja svona illa að þess vegna hafi hún dregið sig í hlé.

Við skötuhjúin erum með fögur fyrirheit fyrir morgundaginn, ætlum í sund eldsnemma eða kl 7, stór efast um að við höfum okkur á fætur erum svo værukær að morgni dags :)


föstudagur, mars 12, 2004

Halló Guðbjörg glaða hérna :)
....er svo glöð vegna þess að það er komin föstudagur
....er svo glöð vegna þess að það er orðið sæmilega bjart á morgnana þegar ég fer í vinnuna
....er svo glöð vegna þess að það er ekki rigning í augnablikinu
....er svo glöð vegna þess að ég ætla að eiga náðugt kvöld í kvöld
....er svo glöð vegna þess að ég fer í afmæli á sunnudaginn
....er svo glöð vegna þess að ég ætla á hestasýningu um helgina
jakkkkk þvílík væmni í gangi hérna mar, ekki alveg minn stíll, kannski ég ætti að taka lyfin mín snugggggvast? Ljómandi góð spurning. En alla vega þá sé ég fram á rólega og næs helgi.
Var búin að plana sveitaferð og hesta um helgina en veðurspá segir rok og rigning svo ég nenni barasta ekki. En well svona er letin ljúf.
Þarf að rjúka mín bíður skjólstæðingur, úbs komst upp um mig er að stelast í vinnunni :)
góða helgi allir veðurgarpar

miðvikudagur, mars 10, 2004

... ansi var gott að komast á hestbak eftir vetrarfrí hjá þeim. Skellti mér að Kálfalæk og lagði við þrjár merar. Brunaði svo yfir móa og mýrar að ættaróðalinu. Skrítið að fara yfir þetta landsvæði þegar almanakið segir hávetur en veðurguðirnir láta rigna og rigna og rigna og mar þarf allt í einu að passa sig á flóasundum. HUmmmmmmpppf ég man þá tíð þegar hægt var að fara á hjarni yfir allt sem fyrir var, þegar tímatalið sagði vetur. En jæja svona hafa veðurguðirnir náð tangarhaldi á veröldinni.

Afmælið á föstudagskvöldið var ljómandi skemmtilegt, fullt af fólki enda ekki von á öðru þegar afmælisbörnin voru 3. 130 ár samtals. Margt gert til skemmtunar, skoðaðar myndir af afmælisbörnum á ýmsum æviskeiðum, borðað, drukkið, sungið, dansað og spjallað (örugglega eitthvað fleira gert!!!! ágætis upptalning samt).
Afmælið á sunnudag var heldur rólegra enda þar mættir færri einstaklingar :) áttum saman mjög notalega kvöldstund.

Sumsé helgin var ljómandi fín, vinnuvikan hálfnuð og stutt í næstu helgi með nýjum ævintýrum. Sem minnir mig á það að hún lubbalína þyrfti nú að láta aðeins snyrta á sér höfuðhárin fyrir komandi árshátið Reykjalundar. Slæmt að vera samstarfsfólki sínu til skammar. Liggur við að ég sé komin með fléttur, sumar segjast aldrei hafa séð mig svona loðna, hvað sem svo er til í því.

Að lokum segi ég bara allir að drífa sig út í gönguferð og njóta veðurblíðunnar sem gengur á ofsahraða yfir landið með tilheyrandi vatnaskvettum!!!!

föstudagur, mars 05, 2004

stutt fréttaskot í lokvikunnar, án þess að einhverjar fréttir séu til staðar :) Þarf að finna mér expert til aðstoðar við að setja inn commentakerfi, bara til að sjá hvort einhver sé að fylgjast með skrifum mínum. Já ég veit, ég þjást af ólæknandi forvitni hehehe ásamt fleirum í fjölskyldunni.
Við stefnum á sveitaferð um helgina, byrja á margföldu afmæli í Lyngbrekku í kvöld og svo þaðan heim í frið og ró ættaróðalsins. Skutlast á morgun og sækja 3 hesta fyrir syssssss og og og og ýmislegt annað í bígerð fyrir helgina. Boð hjá Dóru á sunnudag til heiðurs tengdapabba, sem verður örugglega með okkur í anda og fylgist vel með :) Við erum alveg viss um að hann er að leiðbeina fólkinu sínu og opna dyr þegar sumar hverjar virðast ansi fast lokaðar. Þá einhvern vegin rætist úr öllu, gott að eiga góða að.
góða helgi, kveðja frá dömunni mér

miðvikudagur, mars 03, 2004

Mér alveg dauðbrá þegar ég kom út af námskeiði í hádeginu í dag. Gula dýrið á himnum brosti sínu blíðasta sem hefur ekki gerst lengi. Gott að sjá dýrið því það minnir mann á sól og sumaryl sem væntanlegt eftir amk tvo mánuði. Ég er búin að vera á námskeiði fyrir hádegi síðustu 3 daga sem fjallar um viðtalstækni í meðferðarviðtali. Nauðsynlegt að bæta hæfni sína á því sviði.
Bráðum er liðið ár frá útskrift úr Háskólanum þessi tími er búin að vera fljótur að líða og lærdómsríkur. Hafði smá áhyggjur áður en ég fór að vinna á mínum gamla góða vinnu stað í sambandi við kröfur til mín sem fagmanns. Allt hefur gengið ágætlega og allir iðjuþjálfarnir búnir að fatta að ég er orðin iðjuþjálfi, sumir voru lengur að tengja en aðrir hehehehehe :) allt í góðu.
Komin kvöldmatur og best að hætta skrifum.......