miðvikudagur, maí 23, 2007

kvefpest

Enn ein helgin að baki. Smelltum okkur aðeins í sveitaferð um síðustu helgi, múttan þurfti aðeins að komast í meiri sauðburð, svoddan sauður. Unnur Lilja varð reyndar að vera að mestu innandyra vegna pestargemsavesens. Litla ljósið er búið að vera með kvef síðan á mánudag í síðustu viku. Fékk síðan sýkingu í augun sem herjað var á með augndropum með góðum árangri að við héldum. Í gærkvöldi fór sýkingin aftur af stað, þannig að annað augað límdist aftur vegna graftrar jakkkedí jakkkk. Taugaveikluðu fyrstabarns foreldrarnir ákváðu að barnið yrði að fara til læknis. Gestur fór með hana í dag til læknis, þá er hún komin aftur með bullandi sýkingu í augun og bullandi eyrnabólgu. Þessi elska er líka illa geðvond að geta ekki sofið almennilega vegna eyrnaverkja og hósta. Vaknar á ca klukkutímafresti yfir nóttina argandi og svo er komin dagur um hálf sex!!!! þá er sko nótt hjá múttunni!!!!!! Mér tókst að fá smá afleggjara af þessu pestarstússi hennar en er búin að hrista það af mér. Gestur og Unnur Lilja sóttu hestana okkar í Fjárborg og slepptu í sumarhagann á Skiphyl síðasta sunnudag. Mikil var gleði þeirra þegar þeim var sleppt, skvettu sér og hlupu eins og bavíanar um víðan völl.
Framundan er margt skemmtilegt, sýnist á öllu að næstu 5 helgar séu planaðar. Mar fær nú bara nettan skipulagshroll við tilhugsunina. Næstu helgi ætlum við að vera í Sommerhallen í Grímsnesinu, 3 júní er ferming, 9 júní er óvissuferð GÍ, 10. júní er fjórhjólaferð, 16. júní er kvennahlaup, sleppitúr og útskriftarveisla hjá Bylgju hjúkku, 23. og 24. júní er ættarmót. Eftir þessa runu er nú bara næstum því komið að sumarfríi. Erum ekki búin að skipuleggja það, ennþá amk.

Efnisorð: , ,

fimmtudagur, maí 17, 2007

Stemming dagsins er .......

Stuck In A Moment You Can't Get Out Of


I´m not afraid of anything in this world
There´s nothing you can throw at me that I haven´t already heard
I´m just trying to find a decent melody
A song that I can sing in my own company

I never thought you were a fool
But darling, look at you
You gotta stand up straight, carry your own weight
These tears are going nowhere, baby

You´ve got to get yourself together
You´ve got to stuck in a moment and now you can´t get out of it
Don´t say that later will be better now you´re stuck in a moment
And you can´t get out of it

I will not forsake, the colours that you bring
But the nights you filled with fireworks
They left you with nothing
I am still enchanted by the light you brought to me
I still listen through your ears, and through your eyes I can see

And you are such a fool
To worry like you do
I know it´s tough, and you can never get enough
Of what you don´t really need now.. my oh my

You´ve got to get yourself together
You´ve got stuck in a moment and now you can´t get out of it
Oh love look at you now
You´ve got yourself stuck in a moment and now you can´t get out of it

I was unconscious, half asleep
The water is still warm till you discover how deep....
I wasn´t jumping.. for me it was a fall
It´s a long way down to nothing at all

You´ve got to get yourself together
You´ve got stuck in a moment and now you can´t get out of it
Don´t say that later will be better now
You´re stuck in a moment and you can´t get out of it

And if the night runs over
And if the day won´t last
And if your way should falter
Along the sony pass

And if the night runs over
And if the day won´t last
And if your way should falter
Along the stony pass
It´s just a moment
This time will pass

miðvikudagur, maí 16, 2007

summary

Við Unnur Lilja fórum að Skiphyl um helgina og skyldum Gest eftir heima. Greyið átti að fara í próf á laugardag sem hann síðan komst ekki í vegna slæmrar augnheilsu. Hann er búin að vera að berjast við ótal sár á hornhimu beggja augna + sýkingu í öðru auga svo ekki var próflestur gáfulegur kostur í þeirri stöðu. Hann átti því bara "náðuga" helgi án kvenna sinna.
Á Skiphyl var hins vegar líf og fjör eins og gjarnan er. Sirrý og Steina Bára frænkur okkar komu með barnaskara í sveitaferð, eins og gefur að skilja var spennan mikil hjá börnunum, svo komu Gummi Baddi og Fannar líka. 10 stk börn á aldrinum 7 mánaða til 13 ára. Veit ekki betur en að allir hafi skemmt sér konunglega um helgina. Brjálað að gera hjá Mirru litlu, hún var ekki alveg viss í hvern af fjórum fótum væri nú best að stíga í og á hvern að hlusta, gleymdi stundum að hlusta á mömmu sína :) svona eins og börnum hættir til. Hún var svo þreytt eftir helgina að hún svaf nánast allan mánudaginn.
Unnur er búin að vera hálfstúrinn það sem af er þessari viku, með hitavellu og nefrennsli. Þar kom að því, hún hefur ekki orðið veik síðan hún var tveggja vikna. Æfing fyrir foreldra hennar áður en hún fer til dagmömmunar í haust. Við ætluðum að fara í sommerhallen í Grímsnesinu í kvöld og vera þar á morgun, koma heim annað kvöld. Hættum við útaf þessum slappleika. Stefnum að Skiphylsferð um helgina, ef heilsufar okkar mæðgna leyfir. Held að ég sé að fá einhverja pest líka. Ætlum að fara með hestana okkar vestur og sleppa þeim í stóðið.
5 ára afmælið að baki, ljómandi fínn dagur það. Ansi margir í ættinni sem eiga afmæli í maí enda besti mánuður ársins :)

Efnisorð: , ,

sunnudagur, maí 13, 2007

speki dagsins

"Hugurinn er eins og óður apaköttur"

þriðjudagur, maí 08, 2007

flakk og flandur

skruppum örstutta ferð í sumarbústaðinn í Grímsnesinu áðan. Tengdó var búin að vera þar í ró og næði og hafa það huggulegt og við gerðumst friðarspillar :) Gestur náði að setja vatnið á, eitthvað sem er búið að vera vandamál, frekar óþægilegt að vera vatnslaus. Bara vesen að vera með vatn í fötum og flöskum. Fórum líka bílasölurúnt, mér til lítillar ánægju og Unni til enn minni ánægju. En raunveruleikinn er nú samt sá að við þurfum að skipta um bíl, spurning hvenær við höfum okkur í það samt. Ekkert liggur á, núverandi bíll er ennþá í heilulagi, er það ekki bara nóg????
Fór á Etac kynningu í Gerðubergi í dag. Skemmtilegasti hluti þeirrar kynningar var að hitta Söndru og Elísu. Lærði svosem ýmislegt en sá engar nýungar í smá hjálpartækjum sem ég er að sækja um fyrir gigtarsjúllana sem ég er að þjálfa. Samt sem áður hollt og gott að fylgjast með hvað er að gerast.
Við Unnur Lilja ætlum í sveitaferð um helgina, ég þarf bráðnauðsynlega að fá smá sauðburðsfíling.
Fyrir nokkrum vikum fengum við pípulagningamann frá ónefndu fyrirtæki til að tengja handklæðaofn fyrir okkur. Eitthvað hefur kappinn sá verið með viljugan penna því reikningurinn sem við fengum var upp á tæp 77.000 .- jebbbbbb okkur leið eins og við hefðum verið rænd. Við kvörtuðum undan þessari vitleysu og endursendum reikninginn og heimtuðum endurskoðun. Meðal annars vorum við rukkuð um 2 klst sem vinna við að skoða verkið, hann var í ca 30 mín, eitthvað hefur penninn greinilega runnið til. Síðan voru skrifaðir 9 klst í vinnu við að tengja ofninn og 1 klst í verkstjórn!!! Hann var hjá okkur frá 10-12 og síðan frá 13-15, hvernig hægt er að fá í heild 12 klst út úr því skil ég bara ekki. Enda hef ég alltaf verið léleg í reikningi. Og hverjum var hann að verkstýra??? Kannski hann klofin persónuleiki og það hefur verið brjáluð vinna við að verkstýra þeim öllum, mar spyr sig. Ég svo sem skil ekki heldur afhverju við erum rukkuð fyrir leigu á pressuvél sem hann notaði, finnst það bara eiga að vera hluti af vélbúnaði og ekki að rukkast sérstaklega. Skil það sem svo að ef við fengjum smið til að vinna fyrir okkur, þyrftum við þá að borga fyrir leigu á hamri????? Núna erum við búin að fá nýjan reikning sem er 25 þús krónum lægri, sem er samt of hátt en við ætlum að láta þetta yfir okkur ganga og njóta þess að eiga heit og notaleg handklæði og hugsa "hlýlega" til píparans.
Tuði kvöldsins lokið hér með og ég farin að sofa....

Efnisorð: , ,