fimmtudagur, ágúst 13, 2009

saga útlaga

þá er sumarfríið á enda að þessu sinni og ég búin að vinna alveg heila 4 daga (sem er frekar erfitt sko). Síðasti vinnudagur var 10. júlí og þann dag var brunað í Munaðarnes þar sem fjölskylda Gests ákvað að dvelja þá helgina. Við fengum þvílíka bongóblíðu að það hálfa hefði verið nóg. Ljómandi leikvöllur var á svæðinu sem ungfrúin hafði mikið gaman af. Þaðan var farið í Nátthaga, Gestur þurfti að fara til Reykjavikur en við Unnur vorum þar að undirbúa næsta ferðalag sem var á Suðurlandið með mömmu og pabba. Á miðvikudegi var haldið af stað og dvöldum við fyrstu nóttina á Þingvöllum. Frá Þingvöllum var farið áfram suður á bóginn, Laugarvatnshellir skoðaður merkilegt að þar skuli hafa verið búið á síðustu öld. Áfram var haldið og keyrðum hverfishringinn framhjá Berjanesi, þar sem afi og amma Gests bjuggu. Þaðan fórum við í Vík í Mýrdal þar sem við vorum í 2 nætur. Skoðuðum það fjöruna, dáðumst af þeim sem keyrðu upp á fjallið fyrir ofan Vík, án efa dásamlegt útsýni en ég er ekki viss um að ég hefði komist heil upp og hvað þá niður aftur og þó amk hefði ég getað labbað niður. Fórum inn í Þakgil og þangað langar mig aftur og þá með tjaldvagninn með og dveljast þar í nokkra dag. Hrikalega fallegt þar. Komum við á Akri en þangað hef ég aldrei komið, gott að heimasækja þau hjón Önnu og Árna. Ætluðum síðan upp Landsveit og niður Þjórsárdal, lögðum afstað upp Landsveitina en lentum í þvílíku úrhelli, þrumum og eldingum svo við snérum við, fórum að Flúðum og þaðan niður á Eyrarbakka. Krúttulegt tjaldstæðið þar. Síðan aftur brunað í sveitina nema Gestur sem fór að vinna í Reykjavík. Næsta ferðalag var með Capteinsgenginu um mela og móa, fjörur og fjöll. Ég tók kellingarhátt á þetta og fór bara 5 af 8 dögum. 5 góðir dagar. Fallegar fjörurnar og þá sérstaklega við gullinn sandur við Gaul. Restina af fríinu dvöldum við í Nátthaga, fórum í afleggjarapartý og síðan í stórglæsilegt 50 ára afmæli hjá Steinku að Sveitasetri hennar í landi Skiphyls. Gott frí en eins og venjulega var ekki hægt að gera allt sem var á dagskránni :) sem þá bíður betri tíma.

Efnisorð: , ,

mánudagur, júlí 06, 2009

3 mánaða hlé

síðast var skrifað hér inn 6. apríl, er þá ekki við hæfi að skrifa í dag 6. júlí??? ekki er hægt að segja að við séum búin að vera í einhverri lognmollu frekar en venjulega. Við höfum farið og dvalið í Nátthaga (eða brúna húsið eins og Unnur Lilja kallar Nátthaga) flestar helgar síðan um páska. Afskaplega ljúft að eiga sér athvarf utan borgarinnar. Um hvítasunnuhelgina var síðan plægt niður kaldavatnsleiðsla og grafinn niður rotþró og frárennsi, þannig að nú vantar bara rafmagn sem bíður betri tíma vegna gífurlegs kostnaðar. Voða gott að fá vatn og wc. Svo að sjálfsögðu fer síðan mikill tími í gróður :) Sauðburður kom og fór rétt eins og venjulega og kom Unnur Lilja út í stórgróða eftir hann, Kristjana gaf henni fallega svarflekkótta tvílembu. Ennnnnnn mínar ær geldar.... skil ekki þessa óheppni. Þegar við Bjössi vorum yngri þá voru það frekar hans ær sem voru geldar, misstu eða hreinlega drápust á meðan mínar voru í góðum málum þannig að eitthvað hefur gæfa mín snúist við. Búið að járna og ég búin að fara alveg þrisvar á hestbak. Held ég þurfi nú að æfa mig aðeins meira fyrir hestaferðina sem er framundan með Capteinum. Við búin að fara og vera í Sommerhallen með tengdafjölskyldunni eina helgi þar sem brjáluð blíða var. Gistum við í tjaldvagninum Unni Lilju til mikillar ánægju. Fannst þetta ekki neitt smá sport og mundi ekkert eftir að hafa verið í vagninum sl. sumar frekar en í Sommerhallen í Grímsnesinu. Framundan er svo sumarfrí, einungis 4 vinnudagar eftir. Í sumarfríi er á dagskránni að fara í Laufás til Bolla og fjölskyldu, hestaferð um Snæfellsnes, útilegu í Þakgil og viðar um Suðurland og að sjálfsögðu að vera í Nátthaga......

Efnisorð: , ,

mánudagur, apríl 06, 2009

páskafrí framundan.....

það er svo langt síðan ég hef skrifað hér inn að ég var nánast búin að gleyma innskráningarorðunum :) Margt skemmtilegt að gerast þessa dagana og búið að vera skemmtilegt. Vorum í fermingu hjá Línhildi Sif í gær, ljómandi flott og fínt boð. Við fórum í kirkjuna að sjálfsögðu og Unnur Lilja ráðskona með okkur.... gekk ljómandi vel en hún átti nú samt ansi erfitt með að vera kyrr.... enda mikill orkubolti á ferð. Algjör krútta þegar hún kraup með okkur við altarisgöngu og skildi ekkert í því hversvegna hún fékk ekki oblátu og messuvín :) Árni Breki fermist svo á skírdag og þá mætum við að sjálfsögðu aftur til kirkju og í fínt boð. Síðan er stefnan tekin á sveitina á föstudaginn langa og ætluninn er að "vígja" sumarbústaðinn. Við höfum ekki verið í honum áður og er mikil skipulagning þessa daganna til að muna eftir leirtaui, pottum, pönnum, handklæðum, viskustykkjur, borðtuskum o.s.frv. Listinn er orðin verulega langur..... spennó.
Annars gengur allt sinn vanagang. Ég brá mér í smá skreppuferð til Akureyrar einn mánudaginn og þreytti frumraun mína og kannski einu raun sem stundakennari í Háskólanum. Þetta var svipuð upplifun og fara í svaðalegt próf, slíkur og annar eins var kvíðinn fyrir þetta verkefni. Vonandi hefur það gengið vel, amk dó enginn :)

Efnisorð: , ,

þriðjudagur, febrúar 24, 2009

athyglin er eins og sólin, allt sem hún beinist að vex

Það er ansi langt síðan síðast var "postað" hérna inn. Allir hressir og kátir íselinu, Unnur Lilja blómstrar í leikskólanum og finnst hann sko æði. Hleypur á harðaspretti inn á morgnana með bros á vör. Við Gestur smelltum okkur á þorrablót í Lindartungu í byrjun feb og skemmtum okkur konunglega. Góður matur og góðir drykkir í góðum félagsskap. Eitthvað var líðan fólks mismunandi þegar líða tók á nóttina, ja eða svona undir morgun já og einhver vanlíðan á laugardegi. Nefnum nú engin nöfn í því samhengi. Unnur Lilja var í dekri hjá Steinku og Sæmundi í Borgarnesi á meðan foreldrarnir skemmtu sér.
Húsfrúin fór í orlof eina helgi með systur sinni. Fengu þær bústað á "leigu" og var meiningin að dvelja þar og skrappa eins og engin væri morgundagurinn. Við fórum í bústaðin jújú og elduðum okkur gómsætan mat og settumst svo við skrapp. Ennnnnn eftir því sem á leið minnkaði kalda vatnið og á endanum var ekkert vatn.... nú voru góð ráð rándýr. Sigfús var ræstur út í leit að vatni eftir að Kristjana vann hetjudáð við að fara inn í þröngan og dimman skúr að ath með dæluna. Niðurstaða málsins var ekkert vatn og voru það tvær systur þungar á brún sem pökkuðu saman og fóru heim í sveitina. Steinka rétt náði að kíkja í heimsókn áður en við pökkuðum saman. Já alltaf ævintýri hjá okkur systrum. En helgin var ljómandi fín og talsvert skrappað í "sumarbústað" sem var stofan hjá mömmu og pabba. Verður bara enn betra á næsta ári. Svo var brunað í sveitina aftur núna um helgina sem var ljómandi fínt. Yfirlýst markmið hjá mér var að lesa um gigtarsjúkdóma og undirbúa fyrirlestur um gigt og íhlutun iðjuþjálfa. Það gekk svona lalalallala en amk er ég komin af stað!!!!!

Efnisorð: ,

föstudagur, janúar 30, 2009

snjór + snjór + snjór = gleði

ekki get ég nú sagt að það sé mikið af okkur að frétta. Unnur Lilja fékk lungnabólgu í síðustu viku og var hræðilega veik. Hún er ennþá með mjög ljótann hósta og á dagskránni er að láta hlusta hana aftur og tékka á stöðu mála. Hún er orðin hundleið á því að vera heima enda komnar tvær vikur síðan hún fór síðast í leikskólann. Við Gestur fórum um síðustu helgi í leikhús að sjá Fólkið í Blokkinni sem var mjög skemmtilegt. Óvenjulegt að fara í leikhús og sitja á sviðinu og snúast þar í hringi. Beið eftir því að allt myndi pompa niður sem að sjálfsögðu gerðist ekki. Mamma og pabbi komu í bæinn að passa litlu veiku skottu og var mikil gleði hjá henni að hafa þau og snúa í hringi :)

föstudagur, janúar 09, 2009

Rósin

RÓSIN

Undir háu hamrabelti
höfði drúpir lítil rós.
Þráir lífsins vængjavíddir
vorsins yl og sólarljós.

Ég hel ég skynji hug þinn allan
hjartsláttinn rósin mín.
Er kristalstærir daggardropar
drjúpa milt á blöðin þín.

Æsku minnar leiðir lágu
lengi vel um þennan stað.
Krjúpa niður kyssa blómið
hversu dýrðlegt fannst mér það.

Finna hjá þér ást og unað
yndislega rósin mín.
Eitt er það sem aldrei gleymist,
aldrei það er minning þín.

Höfundur: Guðmundur Halldórsson

miðvikudagur, janúar 07, 2009

annáll og fleira

Jólin fóru friðsamlega fram á þessum bænum eins og vera ber og ég var í 2ja vikna jóla og áramótafríi sem var hreint út sagt dásamlegt. Á aðfangadagskvöld fórum við samkvæmt venju í messu kl 18, Unnur Lilja var hreint til fyrirmyndar enda með eindæmum þægt barn hóst, hóst. Að messunni lokinni hófst hefðbundin dagskrá þ.e. át, pakka opnun og jólakortalestur. Á jóladag var boð hjá tengdó og á annan dag jóla boð hjá ma og pa. Á gamlárskvöld átum við enn á ný góðann mat og vorum afskaplega róleg. Unnur Lilja sofnaði um hálf níu þannig að Gestur fór einn í boð til Svans og familí. Ég lá upp í sófa með sofandi barn í fanginu og las ein og ég ætti lífið að leysa Memory Keepers daughter. Mæli með henni!!! horfði náttúrulega á áramótaskaupið sem var með besta móti.
Síðan í lokin, stutt upprifjun af síðasta ári.

Janúar: einkenndist af niðurpökkun og þar afleiðandi ákvörðunartöku á hverju skyldi henda og hverju skildi pakka niður. Fluttum svo í Fljótaselið 29. janúar. Gekk ljómandi vel allt saman, verð samt að viðurkenna að það fórum um mig stresshrollur þegar Gestur var kallaður út vegna bilunar í server og þurfti að fara og sinna því. Hraustir sendibílstjórar sáu um að flytja dótið milli sveitarfélaga. Síðan tók við að koma öllu fyrir. Ójá mikil vinna.......
Febrúar: fór í að koma sér fyrir og ákveða kaup á sumarbústað.
Mars: Gestur bauð í afmælisdinner eins og venja er. Man ekki eftir neinu markverðu þar utan.
Apríl: Sviðaveisla
Maí: sauðburður og Auður Salka varð 1 árs.
Júní: Keyptum okkur tjaldvagn og fórum í fyrstu útilegu sumarsins. Unnur Lilja hætti hjá Guðmundu dagmömmu og fór í langt og gott sumarfrí.
Júlí: fórum á Landsmót hestamanna á Hellu. Sumarfrí og ferðalag um norðurland með góðu fólki.
Ágúst: Unnur Lilja byrjaði í leikskólanum Hálsakoti og hefur það gengið ljómandi vel. Ég byrjaði að vinna aftur eftir sumarfrí. Sandra Rún eignaðst stelpuskottu.
September: steyptum undirstöður undir sumarbústaðinn á Nátthaga. Fórum í réttirnar ekki ríðandi á Sokka þó, vonandi fer ég á hesti í réttirnar á þessu ári sem nú er risið úr rekkju. Dvöldum eina helgi í bústaðnum sem þá var staddur í Munaðarnesi og hófum undirbúning á flutningi. Unnur Lilja dvaldi í góðu yfirlæti á Skiphyl þá helgina. Júlían Ríkarður fæddist.
Október: Unnur Lilja varð 2ja ára!!! við Gestur ætluðum til Barcelona en hættum við vegna óstöðugs gengis gjaldmiðla og fórum í staðinn í Brekkuskóg og höfðum það huggulegt. Unnur Lilja var heima með ömmu Dóru. Ég tók að mér stundakennslu í formi þess að hafa nema hjá mér í vinnunni og gekk það alveg ágætlega. Bústaðurinn var fluttur að Nátthaga :) gleði gleði. Ekki veitti af gleði í upphafi kreppu.
Nóvember: bústaðurinn festur niður og ekkert gerst síðan í þeim málum. Aðventuboð haldið fyrsta sunnudag í aðventu samkvæmt venju.
Desember: jólahátíð og allt sem henni fylgir. Júlían Ríkarður skírður sem og Birgitta Rut. Gífurlega gott og kærkomið jólafrí.

Efnisorð: