Hafið þið heyrt þennan.... ég fékk hann í tölvupósti um dagin frá góðri vinkonu.                                                                                                                                                                                                          
 Afkvæmið lítur dagsins ljós og foreldrar, vinir og vandamenn eru           
 himinlifandi, það er að segja svona í flestum tilfellum. En tíminn líður   
 og að því kemur að gefa þarf barninu nafn, en þá vandast nú málið.         
 Móðirin vill láta barnið heita t.d. Guðmund, en faðirinn Jón. Ömmur og     
 afar ætlast til að látið verða heitið eftir sér og foreldrarnir verða      
 andvaka þegar líður að því að barnið skuli skírt. Sem betur fer er mjög    
 hagkvæm lausn á þessum vanda, en þar sem tiltölulega fáir foreldrar hafa   
 komið auga á hana vil ég nú gera þessu máli dálítið nánari skil. Lausnin   
 er sú að gera eitt nafn úr tveim eða fleiri nöfnum afa eða ömmu, eða       
 þeirra forfeðra og ættingja sem bráðnauðsynlegt er að láta heita eftir.                                                                                
 Ef barnið er drengur er hagkvæmt að láta hann heita eftir báðum öfunum.    
 Svo heppilega vill til að meiri hluti íslenskra nafna eru samsett úr       
 tveimur hlutum, forskeyti og venjulegu nafni svo sem Ás-geir, Þor-kell,    
 Guð-finnur o.s.frv. Í ljós kemur að þetta er mjög hreyfanlegt og má fá     
 margar útgáfur eins og t.d. Guð-geir, Ás-kell, Þor-finnur o.s.frv.                                                                                     
 Og nú skal taka nokkur dæmi:                                                                                                                           
 Afi 1 heitir Sturlaugur Afi 2 heitir Starkaður barnið er skírt Sturlaður                                                                               
 Skammkell ---------------- Eilífur -------------------Skammlífur           
 Ísleifur ----------------- Sigurbjörn --------------  Ísbjörn            
 Þjóðólfur ---------------- Konráð -----------------   Þjóðráð              
 Andrés-------------------- Eiríkur ------------------ Andríkur             
 Albert-------------------- Ársæll ------------------  Alsæll               
 Viðar--------------------- Jörundur ---------------   Viðundur              
 Hringur------------------  Guttormur ---------------  Hringormur              
 Stórólfur----------------  Friðþjófur ----------------Stórþjófur                                                                                        
 Nú, svo eru ýmsir möguleikar að slá ömmu- og afanöfnum saman:              
 Amman heitir Kolfinna, afinn heitir Dagbjartur, barnið er skírt Kolbjartur                                                                             
 Vilborg ---------------- Þórhallur --------------  Vilhallur                 
 Málfríður-------------   Sigfús -------------------Málfús                                                                                                
 Afinn heitir Hákon, amman heitir Margrét ----------- Hágrét          
 Haraldur ------------------- Monika -----------------Harmonika             
 Kormákur ------------------- Albertína --------------Kortína                
Eins gott fyrir foreldra að hafa þetta í huga þegar valið er nafn á afkvæmið :)
góða helgi